Monday, January 5, 2015

Áhyggjur móður

Forgangsörðunin breytist gífurlega þegar lítill angi lítur dagsins ljós. Maður fyllist stolti yfir hlutum sem maður hugsaði ekki tvisvar um áður, litlu hlutirnir fara að skipta svo fáránlega miklu máli. Ég áttaði mig fyrst á því þegar hann ropaði eftir gjafir, vá þetta var fallegasti ropi sem ég hafði heyrt og ég fagnaði í hvert skipti (kannski ekki með blöðrum og söng) en brosti útaf eyrum.

Dagarnir fara líka að snúast næstum óþægilega mikið um það sem fer inn og ekki hvað síst það sem fer út, hvernig það er á litinn, hvernig áferðin er, hversu mikið magn og hversu oft. Í dag varð ég t.d. vandræðalega mikið glöð þegar ég sá að karrýliturinn var kominn á sinn stað. Við Ómar erum sem sagt að stíga upp úr veikindum og kúkamaskínan eða Ómar "poop machine" eins og ég kalla hann (enda er oft sungið Girls Aloud lagið Love Machine með breyttum texta "I'm just a poop machine") er loks sjálfum sér líkur og farinn að kúka eins og það verði engir fleiri dagar til að kúka (ég furða mig á því hvar hann geymi þetta allt).

Haha, kannski er þetta óþægileg lesning, kannski fer kúkur, rop og prump fyrir brjóstið á fólki, eins og ég skrifaði fer lífið að snúast næstum óþægilega mikið um þetta en svo mikið verður það að það hættir að vera eitthvað feimnismál.

Því eldri sem hann verður verða áhyggjurnar síðan meiri og meiri um hvort maður sé ekki að gera rétt, hvort maður láti hann ekki liggja nógu mikið á maganum (því hann hatar sko að liggja á maganum) og þar sem ég hef glímt við ofhugsanir síðan á barnsaldri (ég hélt það væru geimverur undir rúminu minu og stjörnuhrap myndi enda jörðina eitt kvöldið - greyið mamma) þróast hugsanirnar út í að hann nái sko ekki að þjálfa bakvöðvana nógu vel og hvort hann muni þá nokkuð geta velt sér, setið, labbað og verði kannski hokinn, eins og Quasimoto! Okei, ég geri mér grein fyrir því að þetta er svolítið ýkt, en svona virkar þessi haus. Þegar hann var 5 vikna var ég líka rosalega áhyggjufull um að ég væri að "dekra" hann of mikið. Það koma tímabil þar sem hann og börn almennt vilja vera mikið og helst bara í fanginu, og veit ég það núna en ég var alveg viss um að ég væri að gera hann háðann því að vera í fangi og hann myndi bara aldrei geta sofið ekki í fangi og bara ekki verið ekki í fangi (eins og hann myndi bara vera 15 ára enn í fanginu)

Ómar er ekki nema tæplega 4 mánaða núna og áhyggjurnar minnka ekki með tímanum sé ég. Ég hugsa stundum, hvað hef ég komið mér út í, get ég bara lifað endalaust með áhyggjur og samviskubit um að vera ekki að gera þetta eða hitt, að eiga ekki nýjasta Emmaljunga vagninn eða glænýjan Trip Trap stól? En svo brosir hann, hlær eða veltir sér upp á hlið og ég gleymi því að hann þarf kannski ekkert nýjustu MOLO fatalínuna eða Timberland skó til þess að verða heilbrigður strákur sem getur velt sér, setið, labbað og meira að segja vera beinn í baki og þetta er svo allt þess virði. Maður, eða ég allavega, verður svolitið klikkaður og vill auðvitað barninu sínu allt það besta, en ætli það besta sem maður geti gert sé ekki að passa einmitt að hann ropi, sé að borða og skila sínu og knúsa hann svo og kyssa í döðlur.


Hann allavega var duglegur í morgun, þó hann eigi bara stuðkant úr IKEA!

Friday, January 2, 2015

2015!

Vá hvað er langt síðan síðast! Þá var ég að hefja 100 happy days áskorunina (sem ég btw kláraði! skoðist á instagram). Það blogg er síðan 15. febrúar 2014, má segja að ég hafi ekki alveg staðið mig í stykkinu. Ég hætti að blogga sennilega fljótlega eftir að ég komst að því að ég væri ekki lengur kona einsömul! Síðan þá hef ég gengið fulla meðgöngu og fært draumaprinsinn minn, Ómar Elí, í heiminn!

Erum við að grínast með hvað tíminn er fljótur að líða? Nú er komið nýtt ár, nýir tímar, nýjar áskoranir og fullt nýtt. Mig langar samt að renna hratt yfir gamalt, áður en við tökumst á við það nýja, taka 2014 á hraðsuðukatli.

Í janúar, byrjaði ég í nýrri vinnu, tók yfir 10-12 ára starfi Félagsmiðstöðvar Zelsíuz. Ég elska þennan aldur, krakkarnir ekki lengur "börn" en ekki alveg komin með unglingastæla, svona mitt á milli, vita ekki alveg hvernig þau eiga að haga sér, yndislegt! Eitthvað helltist líka endalaust þreyta yfir mig þennan mánuð, ekki vissi ég afhverju en það kom fljótt í ljós, þreytan entist í febrúar og mars. Hver stund milli vinnu var nýtt til að leggja sig (those were the days).

Í apríl fór ég í vinkonuferð til Manchester, kíktum á góðvin okkar Timberlake og annað lögheimili okkar Primark, í byrjun maí fór ég til Búdapest í viku vinnuferð sem var dásamlegt! (Má segja að Ómar sé víðförull)

Um miðjan maí kom í ljós að baunin væri með typpi, hann sýndi það vel svo það fór ekki milli mála. Eitthvað vildi hann stríða foreldrum sínum svo hann þurfti sérstaka eftirfylgni út meðgönguna, ég vildi meina að hann væri bara að færa fólkið í kringum sig enn nær saman og kenna okkur foreldrum sínum vel nýtanlega þolinmæði. Jákvæði punkturinn í því var að við fengum að sjá hann extra oft áður en hann kom í heiminn og eigum fullt af myndum af honum í mallanum.

Um sumarið hélt bumban áfram að stækka, hann tók að sparka mikið, ég var að vinna og reyna finna bestu leiðina til að þola biðina, við Fannar fórum því nokkrum sinnum í bíó, göngutúra, horfðum á þætti og myndir og skelltum okkur meira að segja til Eyja á Þjóðhátíð. 22. september var síðan settur dagur en Ómar var óþolinmóður eins og foreldrar hans og mætti á svæðið með látum þann 14. september heilbrigður og dásamlegur!

Október, nóvember og desember voru svo sjúklega fljótir að líða að það er fáránlegt. Drengurinn hefur farið frá "máttlausri" rækju til ungabarns sem brosir, hlær og slefar í tonnavís.

Núna í janúar 2015 er ég aftur síþreytt, reyndar af öðrum ástæðum. Framundan sér Völvan flutninga, sundkennslu, meira slef, hollustu líferni (haha), göngutúra (þegar hættir að snjóa - sem sagt í júní) og fullt af brosum. Eitt af mínum "áheitum" er að halda áfram að blogga (lengur en febrúar), hvort sem einhver lesi eður ei. Ég hef ákveðið að hafa það fjölbreytt og taka ýmislegt fyrir, sýna umbreytingar á íbúð, þróun barns að krakka, hugleiðingar þeirrar sem fylgist of lítið með fréttum og fleira sem mér dettur í hug.

Ég ætla að enda þessa færslu á tískuþætti dagsins.
Þetta útlit kalla ég "New year's New mom"


Bolur : Netverlsun BOOHOO.com (ekki mikill tími til mátunnar)
Buxur : Walmart eða Target
Sokkar : Gjöf frá mömmu
Skór : Sports Direct
Nærföt : Ekki smart


Make up by me, frá því í gær
Enginn primer
Baugafelari/Cover stick - Maybeline
Púður - Body Shop
Augnskuggi í koddanum
Maskari - Eitthvað með glimmeri utaná sem mamma var ekki að fýla svo ég stal'onum
Hár - í teygju


Mig langar til að óska öllum gleðilegs nýs árs, ég vona að þið haldið áheitin ef þið settuð ykkur einhver og óska ykkur fullt af brosum!


Saturday, February 15, 2014

100 happy days!

Það er orðið mjög langt síðan ég bloggaði síðast, skammarlega langt. Ég biðst forláts til dyggu lesenda minna (LOL!)

Ég var búin að vera að vafra á netinu, eins og ég geri flesta daga, og sá hvar góður hluti fólks var að hashtag-a #100happydays. Ég gat alveg svona ca. gert mér upp hvað málið væri, jájá post-a myndum af einhverju happy, frábært, en vildi kanna hvað væri á bakvið þetta. Ég opnaði því minn sérlega vitra vin herra Google og sló inn 100happydays. Jú, allt kom fyrir ekki, það er heimasíða og allt á bak við það!

Eftir kynningu og lestur síðunnar ákvað ég að taka áskoruninni, þar sem á síðunni stendur að um 71% fólks sem hafði tekið að sér þessa áskorun hafi ekki náð að klára, vegna tímaskorts! Er það í alvöru þannig sem fólk er? Það hefur ekki tíma til að finna eitt og mögulega smella mynd af því sem gerir fólk hamingjusamt á hverjum degi? Erum við í alvörunni svona upptekin!?

Áskorunin er sem sagt sú að taka eina mynd á dag af einhverju gleðilegu og deila myndunum á Facebook, Instragram eða Twitter. Afhverju kann fólk að spyrja sig? Á 100dayshappy.com voru góðar ástæður gefnar.

Fólk sem klárar áskorunina hefur staðhæft að það:

- Taki betur eftir hlutum sem gleðja þau á hverjum degi
- Er almennt í betra skapi
- Átti sig á því hvað þau eru heppin með lífið sem þau lifa
- Verður jákvæðara ofl.

Ég hafði verið sannfærð! Hvernig get ég lesið þetta og ekki tekið þátt? Er einhverju að tapa!? Ég held ekki .. Ég ætla líka ekki að vera ein af þeim sem er of "upptekin" til að vera happy! Ég hef nú þegar lokið degi 2 á Instragram undir @karitasharpa

Ég mæli hiklaust með að sem flestir taki áskoruninni og finni sér eitthvað gleðilegt á hverjum degi! #100happydays #áframgleði!

Wednesday, January 15, 2014

Þakklætið - Móðir allra dyggða


Það eru miklar og háar raddir sem óma þegar eitthvað má fara betur, þegar fólk er ósátt og oft bara reitt. Það kann stundum að gleymast hvað er gott, hvað við erum sátt með og hvað gerir okkur glöð. Mig langar svoldið að tileinka þessari færslu þakklæti. "Vá, ertu kerling Karitas?!" Kunna margir að hugsa, mitt svar er einfaldlega "Já .. Ég er eiginlega bara svolítið mikil kerling"

Nei djók, að vera þakklátur er ekki bara fyrir kerlingar, bara svo enginn misskilji mig. En til að halda áfram þá var ég vakin í morgun með fallegum afmælissöng sungnum af móður, systur og bróður (allt í lagi, hann var kannski ekkert guðdómlegur, en afmælissöngurinn er líka eiginlega alltaf illa sunginn) Þau komu inn til mín með pakka og bros á vör. Er til betri leið til að vakna? Ég er ekki viss! Við fórum öll fram og borðuðum saman áður en allir tóku sig til fyrir skóla og vinnu. Ég elska afmælisdaga! Það eru uppáhalds dagarnir mínir og er ég m.a. þakklát fyrir að fá að eyða honum með fjölskyldu minni sem ég er svo enn meira þakklát fyrir! Þetta setti líka bara svo góðan grunn fyrir daginn. 

Ég brunaði í bæinn og átti brunch deit með æskuvinkonu minni sem ég hitti ekki nógu oft, en þegar við hittumst er eins og enginn tími hafi liðið, ég er þakklát fyrir svoleiðis vinskap! Ég er bara svo einstaklega þakklát fyrir að eiga góða að. Ég er þakklát fyrir að anda, labba og tala, ég er sérstaklega þakklát fyrir mat, ég elska mat! Amerískar pönnsur eru í sérstöku uppáhaldi, drekktum í sýrópi, enda eru þær must have á afmælisdaginn minn, síðan ég man eftir mér, 23. afmælisdagurinn var engin undantekning, á leiðinni í bæinn spiluðu líka gömul lög í útvarpinu, sem ég elskaði síðan ég var í 7. bekk, á veitingastaðnum var svo annar æskuvinur að þjóna til borðs, þessi dagur hefði ekki getað byrjað betur, ég var komin aftur til ársins 2003!

Ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessari færslu annað en bara hvað ég er bara full þakklætis þessa dagana, ég tala nú ekki um hvað ég er þakklát fyrir Facebook á afmælisdögum, ég sver það gerir dag manns! 

Dagurinn fór að mestu leiti í vinnu en ég var bara svo glöð, brosandi og þú mátt giska ... endurnærð eftir fyrri hluta dagsins!! (hah! þú hélst ég myndi segja þakklát .. heldurðu að ég kunni engin önnur orð?) Ég tala nú ekki um hvað ég elska vinnurnar mínar!

Ég læt mynd fylgja með hálfkláraðan diskinn (pönnsurnar eru mögulega búnar) í nýju afmælisfötunum mínum!

Munum að vera þakklát, lítum á það jákvæða í kringum okkur og helst látum okkar fólk vita hve þakklát við erum fyrir þau!

Þakklætis kveðjur


(Sá sem finnur hvað þakklæti kemur kemur oft fyrir í færslunni á inni fullan poka af góðu karma frá mér! Kannski poka af Góu kúlum líka!) 


Tuesday, January 7, 2014

Þriðjudagar til þreytu

Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að þriðjudagar eru ekki mínir uppáhalds dagar. Það hjálpar ekki að þrettándinn var í gær og því í raun jólunum algjörlega lokið. Ég tel mig þó, næstum því án þess að hika, geta sagt að það séu einstaklega fáir sem halda sérstaklega upp á þennan dag. Það er ekki að ástæðulausu sem það er talað um the tuesday blues, reyndar komst ég að því þegar ég fletti því upp rétt í þessu að það kemur upprunalega frá alsælu notendum sem náðu botninum á þriðjudegi eftir helgina, svo það á kannski ekki alveg við hér.

En hér ætla ég að vera jákvæð, jájájá, þriðjudagar þýða einfaldlega að það er ekki lengur mánudagur og styttist þar að leiðandi í sumarfrí! Eða allavega í helgina...

Númer 2 á listanum fyrir neðan er talað um :

2. Something you feel strongly about
Eftir mikla umhugsun, því ég hef alveg nokkuð sterkar skoðanir á mörgum hlutum, passa mig samt að vera diplo í samræðum, þá er eitt málefni sem ég get ekki setið á mér þegar það kemur upp. Michael Jackson. Ég hef gífurlega sterkar skoðanir á því að hann hafi verið einn sá mest misskildi einstaklingur okkar tíma! Ég tel hann hafa verið virkilega brenglaðan jú, eftir ekki besta uppeldið og enga æsku, ég tel hann hafa festst (skrítið orð) í því að upplifa barndóm, að hann hafi í raun kannski aldrei náð að þroskast og margir hafi misskilið það. Ég tel hann ekki hafa vísvitandi og tekið meðvitaða ákvörðun um að skaða neinn eða viljað neinum nokkurntíman illt! Greyið maðurinn, ég hefði gefið margt fyrir að sjá hann á sviði en hann hvílir á betri stað í dag! Einnig hef ég sterka skoðun á því að koma á réttum tíma, ég hata sjálf að vera sein, það er eitt það óþæginlegasta og að þurfa að bíða lengi, æi það er ekkert gaman! Að lokum hef ég gífurlega sterka skoðun á þeirri vitleysu að finnast súkkulaði ekki gott? Hvað er það!?

Svona til að listin klárist einhverntíman ætla ég að taka 3 líka, en það er alveg no brainer og svoldið gefið þar sem ég les yfirleitt ekki mikið.

3. A book you love
Ég elska Harry Potter, já, þar hafið þið það. Ég er sérstakur aðdáandi og syrgi það enn í dag að fá ekki nýja bók til að lesa í jólafríinu um ævintýri Harry, Ron og Hermione! Ég vonaðist oft eftir því að ég fengi bréf sent heim um inngöngu í Hogwarts en mér er víst ætlað þetta Muggalíf.


Stelst til að setja eina síðustu jólamyndina inn í jólapeysunni góðu, ég elska jólin! 


Sunday, January 5, 2014

Nýtt ár, nýir tímar, hví ekki nýtt blogg?

Í langan, langan tíma er mig búið að langa til þess að byrja að blogga aftur. Afhverju? kann ég og eflaust fólk að spyrja sig, "er blogg ekki svolítið svona 2007?" spurði bróðir minn mig einmitt. Ég hef því miður ekkert gott og hnittið svar við þessari spurningu annað en einfaldlega, "af því mig langar það". 

Ég elska að skoða skemmtileg blogg hjá öðrum, hvað þeir eru að gera, elda og tala nú ekki um ef það er eitthvað skapandi. Ég kaus þó að nenna ekki að vera pirrandi píjan sem er sí-postandi öllu á Facebook þar til hún fær engin like lengur vegna þess að allir hafa hide-að hana, meira að segja afi sem kann ekki að logga sig útaf. Ég hugsaði mig því lengi um hvað ég gæti gert og komst að þeirri niðurstöðu að blogg væri málið, þá gæti ég blaðrar eins og ég vildi og fólk kysi hvort það skoðaði það eða ekki, algjörlega þeirra val! 

Ég hafði þó dregið þetta gífurlega á langinn, nokkur ár, en hugsaði með mér þegar hugmyndin hoppaði aftur upp í stóra hausinn minn í lok 2013 "Hey! Karitas? Afhverju læturðu það ekki vera eitt af þessum umtöluðu nýársheitum og notar það sem afsökun til að byrja þetta?" "Vá, góð hugmynd Karitas!" hugsaði ég og ákvað þar að leiðandi að láta þetta verða eitt af þessum heitum og meira að segja eitthvað sem ég stend við! En ekki eins og að borða hollt 2014 (það var líka nýársheit, ég gúffaði samt í mig fullt af kökum og súkkulaði í dag - way to go Karitas!). Það skal hafa það á hreinu að ég ætla samt að reyna það sko, árið er rétt að byrja!

Allavega, ég vissi ekki hvað ég ætti samt almennilega að skrifa svona fyrst um sinn og fann þennan skemmtilega lista á netinu, netinu sem ég elska svo mikið. Reyndar er þetta hugmynd að dagbókaruppfærslum en hvað er blogg annað en nokkurskonar dagbók á netinu? Ég ætla amk að styðjast við þennan lista, taka einn eða fleiri hluti svona meðan ég er að koma mér í gang, svo vonandi seinna get ég farið að koma með eitthvað sniðugt, eitthvað sem ég elda eða skapa rosa fallegt!

Jú, ég heiti auðvitað Karitas Harpa og er 22 ára þar til í næstu viku, ætla að halda fast í þessa nokkru daga áður en ég finn hrukkurnar fara að myndast.



how to start a journal. I've always wanted to keep one for years but they usually only consist of one page then I forget about it. love the ideas this offers, maybe I'll even try to keep one this time

Bara til að byrja listann samt og koma þessu í gang ætla ég að taka fyrsta hlutann : 

1. Five ways to win your heart
Það er í raun ekki erfitt fyrir neinn, vini né vandamenni, að komast inn að hjarta mínu með réttu tólunum, jú reyndar þarftu að brjóta í gegnum smá ísmúr og hita upp steinhjartað en eins og ég segi, með bara eldspýtnastokk er það ekkert of erfitt.

1. Þú mátt ekki taka lífinu, þér né öðrum of hátíðlega. Þú verður að geta hlegið, hlegið vel og lengi og helst af óförum þínum, mínum og bara öllu.
2. Eitt lítið hrós, þarf ekki að vera væmið, má vera "hey, töff sokkar" eða "svefnlykt þín ekki sú alversta sem ég hef fundið". Það bræðir alltaf smá.
3. Dansaðu í rigningunni, eða Kringlunni, nú eða syngdu í Bónus ef þig langar, æi vertu bara þú sjálf/ur það er svo miklu miklu skemmtilegra fyrir alla! (Smá klént en kammoooon)
4. Þú getur auðveldlega brætt hjarta mitt með Góu kúlum og Appollo lakkrís, hvað er það gott!?
5. Gefðu mér eitthvað sem þú hefur búið til, hvort sem það er ljót teikning, perlaður api, brennd kaka eða misstórir prjónaðir sokkar, ef það er frá þér og gert með réttum huga þá þarftu ekki einu sinni eldspýtur til að bræða!

Þetta kann að vera gott í bili, kannski helst til væmið fyrir minn smekk en þetta var hlutur 1 á listanum og maður má ekki svíkja listann!