Tuesday, January 7, 2014

Þriðjudagar til þreytu

Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að þriðjudagar eru ekki mínir uppáhalds dagar. Það hjálpar ekki að þrettándinn var í gær og því í raun jólunum algjörlega lokið. Ég tel mig þó, næstum því án þess að hika, geta sagt að það séu einstaklega fáir sem halda sérstaklega upp á þennan dag. Það er ekki að ástæðulausu sem það er talað um the tuesday blues, reyndar komst ég að því þegar ég fletti því upp rétt í þessu að það kemur upprunalega frá alsælu notendum sem náðu botninum á þriðjudegi eftir helgina, svo það á kannski ekki alveg við hér.

En hér ætla ég að vera jákvæð, jájájá, þriðjudagar þýða einfaldlega að það er ekki lengur mánudagur og styttist þar að leiðandi í sumarfrí! Eða allavega í helgina...

Númer 2 á listanum fyrir neðan er talað um :

2. Something you feel strongly about
Eftir mikla umhugsun, því ég hef alveg nokkuð sterkar skoðanir á mörgum hlutum, passa mig samt að vera diplo í samræðum, þá er eitt málefni sem ég get ekki setið á mér þegar það kemur upp. Michael Jackson. Ég hef gífurlega sterkar skoðanir á því að hann hafi verið einn sá mest misskildi einstaklingur okkar tíma! Ég tel hann hafa verið virkilega brenglaðan jú, eftir ekki besta uppeldið og enga æsku, ég tel hann hafa festst (skrítið orð) í því að upplifa barndóm, að hann hafi í raun kannski aldrei náð að þroskast og margir hafi misskilið það. Ég tel hann ekki hafa vísvitandi og tekið meðvitaða ákvörðun um að skaða neinn eða viljað neinum nokkurntíman illt! Greyið maðurinn, ég hefði gefið margt fyrir að sjá hann á sviði en hann hvílir á betri stað í dag! Einnig hef ég sterka skoðun á því að koma á réttum tíma, ég hata sjálf að vera sein, það er eitt það óþæginlegasta og að þurfa að bíða lengi, æi það er ekkert gaman! Að lokum hef ég gífurlega sterka skoðun á þeirri vitleysu að finnast súkkulaði ekki gott? Hvað er það!?

Svona til að listin klárist einhverntíman ætla ég að taka 3 líka, en það er alveg no brainer og svoldið gefið þar sem ég les yfirleitt ekki mikið.

3. A book you love
Ég elska Harry Potter, já, þar hafið þið það. Ég er sérstakur aðdáandi og syrgi það enn í dag að fá ekki nýja bók til að lesa í jólafríinu um ævintýri Harry, Ron og Hermione! Ég vonaðist oft eftir því að ég fengi bréf sent heim um inngöngu í Hogwarts en mér er víst ætlað þetta Muggalíf.


Stelst til að setja eina síðustu jólamyndina inn í jólapeysunni góðu, ég elska jólin! 


1 comment: