100 happy days!
Það er orðið mjög langt síðan ég bloggaði síðast, skammarlega langt. Ég biðst forláts til dyggu lesenda minna (LOL!)
Ég var búin að vera að vafra á netinu, eins og ég geri flesta daga, og sá hvar góður hluti fólks var að hashtag-a #100happydays. Ég gat alveg svona ca. gert mér upp hvað málið væri, jájá post-a myndum af einhverju happy, frábært, en vildi kanna hvað væri á bakvið þetta. Ég opnaði því minn sérlega vitra vin herra Google og sló inn 100happydays. Jú, allt kom fyrir ekki, það er heimasíða og allt á bak við það!
Eftir kynningu og lestur síðunnar ákvað ég að taka áskoruninni, þar sem á síðunni stendur að um 71% fólks sem hafði tekið að sér þessa áskorun hafi ekki náð að klára, vegna tímaskorts! Er það í alvöru þannig sem fólk er? Það hefur ekki tíma til að finna eitt og mögulega smella mynd af því sem gerir fólk hamingjusamt á hverjum degi? Erum við í alvörunni svona upptekin!?
Áskorunin er sem sagt sú að taka eina mynd á dag af einhverju gleðilegu og deila myndunum á Facebook, Instragram eða Twitter. Afhverju kann fólk að spyrja sig? Á 100dayshappy.com voru góðar ástæður gefnar.
Fólk sem klárar áskorunina hefur staðhæft að það:
- Taki betur eftir hlutum sem gleðja þau á hverjum degi
- Er almennt í betra skapi
- Átti sig á því hvað þau eru heppin með lífið sem þau lifa
- Verður jákvæðara ofl.
Ég hafði verið sannfærð! Hvernig get ég lesið þetta og ekki tekið þátt? Er einhverju að tapa!? Ég held ekki .. Ég ætla líka ekki að vera ein af þeim sem er of "upptekin" til að vera happy! Ég hef nú þegar lokið degi 2 á Instragram undir @karitasharpa
Ég mæli hiklaust með að sem flestir taki áskoruninni og finni sér eitthvað gleðilegt á hverjum degi! #100happydays #áframgleði!
No comments:
Post a Comment