Sunday, January 5, 2014

Nýtt ár, nýir tímar, hví ekki nýtt blogg?

Í langan, langan tíma er mig búið að langa til þess að byrja að blogga aftur. Afhverju? kann ég og eflaust fólk að spyrja sig, "er blogg ekki svolítið svona 2007?" spurði bróðir minn mig einmitt. Ég hef því miður ekkert gott og hnittið svar við þessari spurningu annað en einfaldlega, "af því mig langar það". 

Ég elska að skoða skemmtileg blogg hjá öðrum, hvað þeir eru að gera, elda og tala nú ekki um ef það er eitthvað skapandi. Ég kaus þó að nenna ekki að vera pirrandi píjan sem er sí-postandi öllu á Facebook þar til hún fær engin like lengur vegna þess að allir hafa hide-að hana, meira að segja afi sem kann ekki að logga sig útaf. Ég hugsaði mig því lengi um hvað ég gæti gert og komst að þeirri niðurstöðu að blogg væri málið, þá gæti ég blaðrar eins og ég vildi og fólk kysi hvort það skoðaði það eða ekki, algjörlega þeirra val! 

Ég hafði þó dregið þetta gífurlega á langinn, nokkur ár, en hugsaði með mér þegar hugmyndin hoppaði aftur upp í stóra hausinn minn í lok 2013 "Hey! Karitas? Afhverju læturðu það ekki vera eitt af þessum umtöluðu nýársheitum og notar það sem afsökun til að byrja þetta?" "Vá, góð hugmynd Karitas!" hugsaði ég og ákvað þar að leiðandi að láta þetta verða eitt af þessum heitum og meira að segja eitthvað sem ég stend við! En ekki eins og að borða hollt 2014 (það var líka nýársheit, ég gúffaði samt í mig fullt af kökum og súkkulaði í dag - way to go Karitas!). Það skal hafa það á hreinu að ég ætla samt að reyna það sko, árið er rétt að byrja!

Allavega, ég vissi ekki hvað ég ætti samt almennilega að skrifa svona fyrst um sinn og fann þennan skemmtilega lista á netinu, netinu sem ég elska svo mikið. Reyndar er þetta hugmynd að dagbókaruppfærslum en hvað er blogg annað en nokkurskonar dagbók á netinu? Ég ætla amk að styðjast við þennan lista, taka einn eða fleiri hluti svona meðan ég er að koma mér í gang, svo vonandi seinna get ég farið að koma með eitthvað sniðugt, eitthvað sem ég elda eða skapa rosa fallegt!

Jú, ég heiti auðvitað Karitas Harpa og er 22 ára þar til í næstu viku, ætla að halda fast í þessa nokkru daga áður en ég finn hrukkurnar fara að myndast.



how to start a journal. I've always wanted to keep one for years but they usually only consist of one page then I forget about it. love the ideas this offers, maybe I'll even try to keep one this time

Bara til að byrja listann samt og koma þessu í gang ætla ég að taka fyrsta hlutann : 

1. Five ways to win your heart
Það er í raun ekki erfitt fyrir neinn, vini né vandamenni, að komast inn að hjarta mínu með réttu tólunum, jú reyndar þarftu að brjóta í gegnum smá ísmúr og hita upp steinhjartað en eins og ég segi, með bara eldspýtnastokk er það ekkert of erfitt.

1. Þú mátt ekki taka lífinu, þér né öðrum of hátíðlega. Þú verður að geta hlegið, hlegið vel og lengi og helst af óförum þínum, mínum og bara öllu.
2. Eitt lítið hrós, þarf ekki að vera væmið, má vera "hey, töff sokkar" eða "svefnlykt þín ekki sú alversta sem ég hef fundið". Það bræðir alltaf smá.
3. Dansaðu í rigningunni, eða Kringlunni, nú eða syngdu í Bónus ef þig langar, æi vertu bara þú sjálf/ur það er svo miklu miklu skemmtilegra fyrir alla! (Smá klént en kammoooon)
4. Þú getur auðveldlega brætt hjarta mitt með Góu kúlum og Appollo lakkrís, hvað er það gott!?
5. Gefðu mér eitthvað sem þú hefur búið til, hvort sem það er ljót teikning, perlaður api, brennd kaka eða misstórir prjónaðir sokkar, ef það er frá þér og gert með réttum huga þá þarftu ekki einu sinni eldspýtur til að bræða!

Þetta kann að vera gott í bili, kannski helst til væmið fyrir minn smekk en þetta var hlutur 1 á listanum og maður má ekki svíkja listann!

3 comments: