Þakklætið - Móðir allra dyggða
Nei djók, að vera þakklátur er ekki bara fyrir kerlingar, bara svo enginn misskilji mig. En til að halda áfram þá var ég vakin í morgun með fallegum afmælissöng sungnum af móður, systur og bróður (allt í lagi, hann var kannski ekkert guðdómlegur, en afmælissöngurinn er líka eiginlega alltaf illa sunginn) Þau komu inn til mín með pakka og bros á vör. Er til betri leið til að vakna? Ég er ekki viss! Við fórum öll fram og borðuðum saman áður en allir tóku sig til fyrir skóla og vinnu. Ég elska afmælisdaga! Það eru uppáhalds dagarnir mínir og er ég m.a. þakklát fyrir að fá að eyða honum með fjölskyldu minni sem ég er svo enn meira þakklát fyrir! Þetta setti líka bara svo góðan grunn fyrir daginn.
Ég brunaði í bæinn og átti brunch deit með æskuvinkonu minni sem ég hitti ekki nógu oft, en þegar við hittumst er eins og enginn tími hafi liðið, ég er þakklát fyrir svoleiðis vinskap! Ég er bara svo einstaklega þakklát fyrir að eiga góða að. Ég er þakklát fyrir að anda, labba og tala, ég er sérstaklega þakklát fyrir mat, ég elska mat! Amerískar pönnsur eru í sérstöku uppáhaldi, drekktum í sýrópi, enda eru þær must have á afmælisdaginn minn, síðan ég man eftir mér, 23. afmælisdagurinn var engin undantekning, á leiðinni í bæinn spiluðu líka gömul lög í útvarpinu, sem ég elskaði síðan ég var í 7. bekk, á veitingastaðnum var svo annar æskuvinur að þjóna til borðs, þessi dagur hefði ekki getað byrjað betur, ég var komin aftur til ársins 2003!
Dagurinn fór að mestu leiti í vinnu en ég var bara svo glöð, brosandi og þú mátt giska ... endurnærð eftir fyrri hluta dagsins!! (hah! þú hélst ég myndi segja þakklát .. heldurðu að ég kunni engin önnur orð?) Ég tala nú ekki um hvað ég elska vinnurnar mínar!
Ég læt mynd fylgja með hálfkláraðan diskinn (pönnsurnar eru mögulega búnar) í nýju afmælisfötunum mínum!
Munum að vera þakklát, lítum á það jákvæða í kringum okkur og helst látum okkar fólk vita hve þakklát við erum fyrir þau!
Þakklætis kveðjur
(Sá sem finnur hvað þakklæti kemur kemur oft fyrir í færslunni á inni fullan poka af góðu karma frá mér! Kannski poka af Góu kúlum líka!)